Re: svar: Aðstæður í Hvalfirði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður í Hvalfirði Re: svar: Aðstæður í Hvalfirði

#48282
2806763069
Meðlimur

Jæja, þar sem menn eru farnir að opna sig getur Hardcore farið að taka þátt í þessari umræðu. Eftri að hafa leikið góðastrákinn á laugardaginn var ekkert annað að gera en að skella sér í srúfuleiðangur í Þilið. Hardcore greip með sér einn lítinn Flubba og lagði af stað. Af skrúfurnum góðu var lítð að segja, farnar undir nokkra metra af ís og snjó. Í síðustu spönninni var breytist Hardcore í ansi mikinn softcore og gugnaði á öllu saman, langaði ekki að endurtaka leikinn frá síðustu ferð. Þegar Softarinn seig niður úr leiðinni sá hann að hann hafði gersamlega ofmetið erfiðleikana og farið algerlega vitlaust í spönnina. Sé farið út á kerti til vinstri má komast upp með að klifra síðustu spönnina sem bara ósköp venjulega 5.gr. Sem sagt Þilið er í auðveldum aðstæðum. Ef menn halda sig til vinstir er jafnvel hægt að fara upp á brún, en það er samt alltaf betra að síga niður og sleppa við stóru, stóru snjóflóðabrekkurnar.

Allt annað er frosið og fallegt, en stórara hengjur fyrir ofan Einfarann, og stæðstan hluta af Þilinu. Ef einhver fer í Þilið er óvitlaust að fara hægramegin í fyrstu spönnina þar sem snjórinn á stóru sillunnu virðiðst ekki vera of stöðugur, og setjið skrúfu efst í fyrstu spönnina.

kv. Softarinn