Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52486
Karl
Participant

Ég geri athugasemd við fundargerðina:

Aðalfundur ályktaði að ný stjórn Ísalp EIGI að koma með tillögur um framtíð Bratta.

Í fundargerðinni er sagt að fundarmenn hafi ekki tekið afstöðu til málsins.
Í mínum huga var enginn vafi um það að fundurinn samþykkti ályktun um að nýkjörinni stjórn væri falið að gera áætlun um framtíð Bratta.

Fráfarandi stjórn fékk athugasemdir um hvernig skálamálið og lagabreytingarnar voru settar fram.
Það var auðvitað ekki til bóta að fyrirhugaður fundarstjóri datt úr skaftinu á síðustu metrunum og formaður og gjaldkeri voru forfallaðir. -Maggi Hall kom með allmargar föðurlegar athugasemdir um fundarsköp.

Það er ekki hefð fyrir smásmugulegri „stjórnsýslu“ hjá klúbbnum og ég er ekki sá ferkanntaðasti í þeim efnum.
Ég þykist vita að ný stjórn tekur „brattar“ á þessum málum.

Kalli