Re: svar: 61 min af plampi..

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: 61 min af plampi..

#47830
Ólafur
Participant

Komst ekki seinna kvöldið en ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með það fyrra. Þetta er þriðja árið sem ég fer á Banff og mánudagskvöldið var tvímælalaust það slappasta sem ég hef séð. Ég hef oft áður séð myndir í lengri kantinum sem hafa verið mjög skemmtilegar en einhvernveginn var það þannig að í þetta skiptið fannst mér skemmtanagildið í öfugu hlutfalli við lengd myndanna. Kajak- og snjóflóðabjörgunarmyndirnar fundust mér fremur leiðinlegar. Annapurna myndin var líka vonbrigði: Leiðinleg mynd um mjög áhugavert efni. Hinar myndirnar voru fínar. Sérlega gaman að myndinni hans Jölla.

Annars stóð algjörlega uppúr stórskemmtileg ræða Sturlu Böðvarssonar sem lék á alls oddi. Hláturrokur gengu um salinn og menn og konur tóku ýmist bakföll ellegar engdust um í sætum sínum.

Þakka annars gott framtak. Held að Banff sé búið að vinna sér fastan sess. Woddy Allen gerir heldur ekki alltaf góðar myndir.