Re: Skrautskrift

Home Umræður Umræður Almennt gestabók á hraundröngum Re: Skrautskrift

#50631
Freyr Ingi
Participant

Bókin var nú eiginlega það illa farin að það þyrfti hreinlega að hreinskrifa hana til að glata ekki þessum upplýsingum sem í henni eru… hina hreinu bók ætti svo að sjálfsögðu hýsa í Skútuvogi.

Viskísullið var nú ekki svooo slæmt en kannski væri ekki verra ef einhver sjálfskipaður viskílord myndi taka það að sér að koma eðaldrukk í kassann.

Miðjustansinn: Tók tíma í að lappa aðeins upp á hann og er hann mun skárri fyrir vikið, en að sjálfsögðu þarf alltaf að meta svona tryggingar hverju sinni. Fjarlægðum ótrúlegt magn af gömlum borðum og bínum sem ekki stóðust þolpróf F.

2×60 ná alla leið niður í einu gói.

Og varðandi Fruit of the Loom bolinn.. þá er annaðhvort einhver alltaf að hlaupa þarna upp í trylling til að rífa sig úr fötunum og skilja eftir þessa fínu beis-lituðu boli eða þá að þú og Skabb hafið ekki tekið bolinn niður hér um árið.
Fundum nebbninlega annann (sama) Fruit of the Loom bol upp undir drangnum, í þetta skiptið rataði hann alla leið niður og eigandi getur vitjað hans hjá Tryggva.

Freysi