Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Home Umræður Umræður Almennt Umhverfis og aðgengismál Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

#56951
1811843029
Meðlimur

Mikið er gaman að sjá að fólk hefur skoðanir á þessum málum, enda mjög mikilvægt svo við getum stundað sportið okkar. Ástæðan fyrir því að stjórnin ákvað að auglýsa eftir fulltrúum fyrir hönd Ísalp var einmitt að fá einstaklinga sem virkilega hafa áhuga til að koma fram hagsmuna málum Ísalp, eins og fyrri fulltrúar okkar í Samút hafa gert svo vasklega.

Ég sé ekki að það hafi úrslitaáhrif þó fulltrúar okkar í Samút séu ekki í stjórn svo lengi sem samskipti til stjórnar á hverjum tíma er góð.Best væri að þessir tveir fulltrúar myndu endurspegla „eldri“ kynslóðir fjallamanna og svo þá sem nýrri eru í sportinu.

Kveðja,

Atli Páls.