Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56021
1908803629
Participant

Kannski ágætt að hafa það í huga að allir sem eru búnir að kommenta á þennan þráð tilheyra 80% þeirra sem eru að tjá sig á reglulegum basis á síðunni. Þó að þessi litli hópur lofi tíðari skrifum held ég að lausnin á þessu vandamáli sé ekki beinlínis í sjónmál… Markmiðið er, held ég, að gera fleiri aktífa í þessum skrifum og að þátttakendum í störfum félagsins.

Ísalp er fyrir fjallamenn og konur sem heillast af fjallamennsku á jaðrinum. Sem stendur eru ófári sem falla undir þessa skilgreiningu ekki virkir meðlimir í Ísalp. Þá grunar mig jafnvel að rjóminn af nýgræðingum eru að vaxa upp í hjálparsveit eða hjá klifurhúsinu og að líkurnar á því að þeir endi í Ísalp fari dvínandi með hverju árinu – og að jafnvel fari fólki í „mountaineering“ fækkandi með árunum… en það er kannski bara eitthvað svartsýnistal í mér.

Þá finnst mér alvegt vert að hafa það í huga að harkaleg skoðanaskipti á síðunni geta alveg hrætt í burtu nýgræðingana og hefur eflaust gerst oftar en einu sinni. Skoðanaskipti eru góð en á sama tíma ágætt að hafa vanda orðavalið ef hægt er.

P.S. Himmi – ég væri meira en til í að heyra meira af klifri þínu í Ástralíu og hvet stjórn til þess að sjanghæja þig í að halda myndasýningu um ferðina. Svo væru greinaskrif í næsta ársrit vel þegin.