Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56014
0703784699
Meðlimur

Já gaman að fá svona umræðu og sérstaklega að fá inn ný „andlit“. Maður hefur allaf haft það á tilfinningunni að þetta væri alltaf frekar þröngur hópur af sérfræðingum að sunnan að viðbættum nokkrum snillingum frá Ísafirði og Akureyri.

Ég fór að klifra helgina 1-3 maí síðastliðinn ef ég gleymdi að nefna það, http://picasaweb.google.com/himmi78/RoadTripMtArapiles# , en þetta snýst ekki endilega um að vera lítilfjörlegt heldur kannski að maður sér ekki ástæðu til að vera að koma öllu hér á framfæri? Ég er að vonast til að ég geti gefið mér tíma til að skrifa um þessa ferð ásamt fjölmörgum öðrum sem ég fór í andfætlingalandi fyrir næsta ársrit.

Annars rakst ég á þetta og fannst það frekar skemmtilegt, solo klifur http://www.dailymail.co.uk/news/article-1320728/Herd-mountain-goats-climb-160ft-near-vertical-Cingino-dam-Italian-Alps.html

kv.Himmi