Re: Re: öryggi í klifri

Home Umræður Umræður Klettaklifur öryggi í klifri Re: Re: öryggi í klifri

#56831
Björk
Participant

Nei auðvitað getur það ekki verið hlutverk fólks sem er bara mætt til að klifra að taka að sér kennslu um klifurferlið og vera að fylgjast með að allir séu að gera hlutina rétt!

Í mínu tilfelli var þetta bara rosalega augljóst og erfitt að grípa ekki inní.

En af einhverjum ástæðum eru til einstaklingar sem eru rosalega kærulausir þegar kemur að þessum hluta.

Maður kennir ekki fólki að tryggja um leið og maður klifrar. Hvað þá þegar manneskjan er að tryggja í fyrsta skipti og viðkomandi er að leiða! Þetta krefst æfingar og leiðsagnar neðanfrá.

Bæði Klifurhúsið og Ísalp í samstarfi við ÍFLM hafa boðið uppá námskeið í klettaklifri.