Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011 Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

#55867
Sissi
Moderator

Að gefnu tilefni og mikilli tillitssemi héldum við félagarnir vestur í Bröttubrekku á laugardaginn og fórum þar nýja leið.

Single malt og appelsín – WI4-5

Staðsetning:

Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

F.F.:

27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4 – 12m

7. spönn: WI3 – 60m.

8. spönn WI4-5 – 40m.

Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.

Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.

Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.

Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.

Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.

Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.

Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Myndir
Það þarf einhverja doktorsgráðu til að koma myndum hérna inn svo ég verð að hafa þær annarsstaðar þar til einhver sýnir mér hvernig er hægt að troða þessu inn. Sjá hér: Myndir af leiðinni

Kveðja,

Freysi, Sissi og Stymmi 03.jpg