Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57734
Páll Sveinsson
Participant

Ég rakst á þetta á fésinu frá einum úr hópnum.

Það ganga miklar tröllasögur af svaðilför á hnúkinn um síðustu helgi. Eftir að hafa lesið lýsingarnar vil ég segja eftirfarandi. Ég var í ferðinni. Þetta var mín fyrsta ferð á jökul. Ég fann aldrei fyrir óöryggi eða hræðslu og ekki varð mér kalt. Ég fékk ítarlegar leiðbeiningar frá leitoga hópsins sem hefur farið um eða yfir 20 ferðir á hnúkinn áður.Ég fylgid þeim. Það skall á blindbylur á meðan við vorum þarna uppi og við fórum varlega í að fara niður. Við glímdum við sprungur og við glímdum við veður og tóm batterý en fyllsta öryggis var gætt allan tímann. Engin óþarfa áhætta tekin og ég færi með leiðtoga hópsins aftur á morgun á hnúkinn ef sú staða kæmi upp. Hann stóð sig frábærlega við erfiðar aðstæður. Allar ákvarðanir hans voru skynsamlegar og teknar með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hættið að tala og farið á toppin sjálf.

kv. P