Re: Re: Aðstæður. Taka 3

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 3

#56091
Siggi Tommi
Participant

Já, þá er frostið komið með urrandi æsingi.

Fyrst líður að helginni er ekki seinna vænna en að rapportera það sem fyrir augu mín bar á sunnudaginn var.

Á sunnudaginn (2. jan) fórum s.s. við Kjartan hinn barnungi í Múlafjall í þurrtólun. Boltuðum þar mest af restinni af Mömmuleiðinni og nær boltalínan nú 8 bolta frá jörðinni og svo er sæmilega aðgengilegt toppakkeri með tveimur solid boltum (boltað fyrir nokkrum árum).
Enn vantar 2-3 bolta upp í topp en dagsljósið og batteríið dugðu ekki til að ljúka verkinu.

Það sem við sáum á leiðinni.

Múlafjall er með afar lítið af ís. Einstaka bunkar á syllum og efst í leiðum og einstaka léttari leiðir fyrir miðju aðalbeltisins sæmilega samhangandi. Annað hvort gleymdi ég að horfa upp í Rísanda/Stíganda eða þeir voru svo þunnir að ég fattaði ekki að ég væri að horfa upp þá.

Eilífsdalur er feitur. Þilið heldur feitara en um miðjan des en virtist varla ná saman. Gæti hafa klárast í frosti vikunnar.

Óríon var furðu feitur. Aðal haftið virtist hanga vel saman en það var þunnt í efsta slabbinu. Allar líkur á að það hafi bunkast upp núna í frostinu.
Annað í Brynjudal virkaði þunnt.

Sá í fjarska einhverja leið í Kjósinni, á móts við Meðalfellsvatn, sem var sæmilega feit. Veit ekki hvort það er Áslákur eða eitthvað allt annað. Alla vega einhverjar línur á stangli sem voru sæmilega bústnar.

Annað var það ekki heillin…