Re: Kærar þakkir

#48591
2802693959
Meðlimur

Vil nota tækifærið og þakka umsjónarmönnum kærlega fyrir mig og mína. Þetta var mín fyrsta reynsla af annars umtöluðu telemarkfestivali og olli það litlum vonbrigðum nema síður sé enda fór allt saman, góður félagsskapur og frábært veður…í það minnsta á sunnlenskan mælikvarða. En af því að ég hef tilhneygingu til neikvæðni og er orðlagður tuðari þá langar mig að geta þess að ég sé ekkert eftir þeim hæðarmetrum sem ég gekk á Kaldbak á laugardeginum. Þvert á móti held ég að ganga á fallegt fjall og skíðaleiðin niður væri vel til fundinn til að hrista saman hópinn í upphafi móts. Eftir fjallið eru allir endurnærðir á sál og líkama! og minni líkur á að einhverjum leiðist hangsið við horfa á…eða smíða stökkpalla.
Kveðja, Prúðmennið með stafinn eina (lánaði hinn…glætan!) Jón Gauti