Re: Halló

Home Umræður Umræður Almennt Klifur/sig Re: Halló

#47793
2806763069
Meðlimur

Af því ég er orðinn alveg hrikalega góður gæi segi ég ekki neitt, en þið vitið hvað ég er að hugsa.

En bara af því að ég er nú líka dáldið vondur Harðkorna gaur get ég ekki stillt mig um að benda á að SIG er ekki íþrótt heldur leið til að komast niður á sem öruggastan hátt. SIG er hættulegt vegna þess að maður gerir það bara þegar maður hefur komið sér í vandræði. Maður stundar það ekki gjarnan að síga á 8 til 11mm línu þar sem það fer illa með línurnar og er bara óþægilegt og afar ósportlegt.
Ef ykkur langar að prófa eitthvað sniðugt til að fara niður kletta athugið með BASE jump, Paraglider eða svifdreka.
Ef ykkur langar til að verða alvöru spaðar einbeitið ykkur að því að fara upp og lærið að klifra hjá ÍSALP. Án efa munið þið koma ykkur í fullt af vandræðum og þurfa að síga niður allskonar vibba á allskonar tæpum tryggingum. En aldrei, aldrei, aldrei síga að ganni ykkar.

P.s. Ekki taka þetta persónulega svona hlutir hafa komið fyrir besta fólk, sjálfur var ég einu sinni furðulegur unglingur sem stundaði það að æfa sig. Reyndar oftast með börur og þannig dótt. Ég ætti kannski ekki að segja frá því en ég tók meira að segja þátt í sig-sýningum á 17. júní utan á Hótel Selfoss.
En batnandi fólki er best að lifa og í dag er ég………
HARDCORE mesti besserwisserinn sunnan alpafjalla (að Steve Haston undanskildum, náttúruega!)

P.s.s.
Það er mér að meina laus ef þessi skrif verða ritskoðuð og þurrkuð út, ég mun ekki eyða næstu mánuðum í að væla út af því.

P.s.s.s.
Reyndar verð ég að viðurkenna að ég lærði nú bara helmikið um línuvinnu og annað slíkt sem kemur sér vel í klifri á þessu bjsv. skeiði mínu. Það liggur við að ég geti mælt með því að taka létta syrpu í þannig dótti einhverntíman á ferlinum. En samt ekki alveg.

kv.
Ívar, svo flottur að það hálfa væri nóg.