Re: Fyrir skíðamenn

Home Umræður Umræður Almennt Þverártindsegg Re: Fyrir skíðamenn

#52779
2806763069
Meðlimur

Þetta er svo sannarlega flott svæði. Það er augljóst hvar skriðjökullinn Skrekkur er á myninni. Í hægri hið hans er uppleið sem Einar Rúnar kallar Ísalp leiðina (smá foss eða pakkaður snjór í þröngu gili). Næsti dalur við er eins og sjá má af myndinni fullur af snjó sem nær alla leið niður á jafnsléttu. Þetta væri án vafa snildar skíðabrekka. Snjórinn er reyndar líklega að mestu leiti risa stórt snjóflóð sem kemur væntanlega árlega þarna niðu. Þegar ég sá það fyrst var ég ekki viss um hvort ég væri að horfa á lítin skriðjökul eða snjóflóð. Þetta er svona svipað dæmi og fyllir stundum upp í neðrihluta Virkisjökulsleiðarinnar.

En í öllu falli snildar svæði sem örugglega má líka nýta í smá vorskíðun.

Hvenær er annars myndin tekin?