Reply To: Hvað er að frétta?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að frétta? Reply To: Hvað er að frétta?

#68202
Sissi
Moderator

John Snorri hyggst reyna við K2 að vetrarlagi með Mingma G., en þeir kynntust þegar JS fór á K2 og Lhotse fyrir tveimur árum, og var nálægt því að toppa Broad Peak líka ef ég man rétt. K2 er eini átta þúsund metra tindurinn sem hefur ekki verið toppaður að vetrarlagi, en helstu kempur vetrarklifurs hafa verið að reyna við þetta verkefni síðust árin. Nú þegar eru klifrarar eins og Denis Urubko, Alex Txikon og Nirmal ‘Nims’ Purja, sem er búinn að salla niður 11 af 14 átta þúsund metra tindunum á nokkrum mánuðum, að gefa því undir fótinn að mæta á svæðið.

Þeir félagar eru nú staddir á Manaslu (8163 metrar) sem aðlögun og ef ég man þetta rétt yrði JS þá fyrstur til að ná þremur 8 þúsund metra tindum ef þeir klára hann.

https://www.facebook.com/climbermingma/photos/a.482263401905764/1670045366460889/