Tag Archives: Árnessýsla

Ekki góð hugmynd

leiðin liggur rétt sunnan við Hvítagull í Hvítárgljúfri. Hún byrjar á sæmilega bröttum ca, 6m háum vegg.  þar fyrir ofan er sléttur kafli sem liggur svo inn í lítið gil með smá ís.  hægt er að sleppa ísnum ef hann er ekki í aðstæðum og klöngrast upp lausa steina þar til er komið er á brún fyrir ofan.  Ekki er mikið af góðum steinum eða ís til að búa til akkeri á toppnum.  Er þá hægt að beita  spektrum eða binda í birkitrén fyrir ofan.

f.f. Magnús Bjarki Snæbjörnsson, Samuel Watson, Emily Rose Óla Bridger.

Prentari

Prentari er u.þ.b. 10 metra hár foss sem liggur í Miðdalsgljúfri.   Miðdalsgljúfur liggur innan við bæinn Miðdal í Laugardal.  Sem er í u.þ.b. 10 mín akstursfjarlægð frá Laugarvatni.  Fossinn sést frá afleggjarnum að Miðdal. Best er að nálgast fossinn með því að rölta upp veginn sem liggur norður að Hlöðufelli og þaðan þvera að gilinu.  Ef menn eru ævintýragjarnir að þá er hægt að labba upp gljúfrið með ánni.  Mælst er með því að láta landeigendur vita áður en haldið er í gilið .

FF. Smári Stefánsson og Svavar Helgi 20??