ÍSALP returns to Iran!

Mt. Damavand

Fjallamennskusamband Íran hefur haldið árlegan alþjóðlegan fjallamennskuviðburð fyrir unga klifrara frá árinu 2015 og hefur Íslenska Alpaklúbbnum verið boðin þátttaka.

Í fyrra sendum við í fyrsta sinn þátttakendur og gekk vel í alla staði.
Í sumar verður viðburðurinn haldinn í síðasta sinn.
Í þetta sinn klifra þátttakendur undir tryggri leiðsögn „fjallamennskulandsliðs Íran“ á tvö fjöll: Mt. Damavand (5.671 m) sem er hæsta fjall Íran og Alam-kuh (4.848 m).
Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast um framandi slóðir og stunda spennandi fjallamennsku.
Miðað er við að þátttakendur séu 35 ára eða yngri, en á því hafa þó verið gerðar undantekningar.

Hægt er að lesa meira um ferðaáætlunina hér en herlegheitin standa yfir frá 7. – 19. júlí: Iran Damavand – Alam Summer Camp

ÍSALP styrkir tvo meðlimi til ferðarinnar um 50.000kr á mann. Til að sækja um styrkinn og að fara til Íran fyrir hönd ÍSALP þarf að fylla út formið hér að neðan.

Umsóknarfrestur er 01.05.17!

    KKKVK

    GöngurSportklifurGrjótglímaDótaklifurÍsklifurAlpaklifurSkíðiGönguskíðiÓtrúlega langar og tiltölulega alvarlegar fjallgöngur út í Persneskt sólsetur