Það er bullandi snjókoma á Ísafirði

Home Forums Umræður Almennt Það er bullandi snjókoma á Ísafirði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45397
    0304724629
    Member

    Eftir hlýindi síðustu daga er loksins farið að snjóa í logni. Í gær var lemjandi viðbjóður með tilheyrandi hlýindum. Það spáir frosti og björtu um helgina, -3 – -6 gráður og bjart á lau og sun. Þetta er bara spurning hversu mikið hangir enn uppi ef óveðrið síðustu daga.
    Varðandi festivalið, þá mun ég smella nokkrum myndum þegar birtir og setja inn á vefinn seinnipartinn.

    rok

    #48450
    1306795609
    Member

    Fyrir þá sem eru orðnir mjög eirðarlausir og spenntir þá gefur sjálvirka veðurstöðin á Þverfjalli ágætis upplýsingar um stemmninguna í fjallahæð á norðanverðum Vestfjörðum. Stöðin er á fjallstoppi þannig að þannig að til að fá vind í hlíðum má margfalda með 0.57 eða beita einhverju öðru innsæi.

    http://www.textavarp.is/487

    Hérna má svo sjá pínulitlamynd af Ísafjarðarjarlinum í Köldukinn hérna um árið. Það virðist ekki væsa um hann þarna við ysta haf.

    <img src=”http://www.hi.is/~eirikgi/myndir/vetur.jpg”&gt;
    http://www.hi.is/~eirikgi/myndir/vetur.jpg

    #48451
    0311783479
    Member

    Því miður þá styður umræðusíðan ekki html-tög, en það væri flott ef það væri hægt.

    Ef þú lumar á fleirum myndum Eiríkur, þá væri tilvalið skella þeim inn á “þínar síður”.

    -kv.
    Halli

    #48452
    Anonymous
    Inactive

    Það er eins gott að það verðir einhver ís þarna. Það var einn ævintýramaðurinn að labba upp i flugvél í Sydney Ástralíu í sumarverði gagngert til að mæta á íklifurfestival á Íslandi!!!!!
    Hann lendir á morgun og hélt að festivalið væri í Öræfasveit og vissi ekki annað en að það væru vetraraðstæður hér.
    Olli

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.