Of mörg epli WI 2
 
						Of mörg epli, WI2, 25 metrar
Næsta leið austan við Fjarska glaður. Létt haft upp í gil þar sem er möguleiki á nokkrum útfærslum. Auðvelt klifur, fín byrjendaleið.
Mjög auðveld niðurganga fyrir vestan “Fjarska glaður”, aðeins brattara að ganga til austurs og brölta niður, allt í lagi ef það eru góðar snjóaðstæður.
Nöfn þessara tveggja leiða eru í stíl við Pétur/Stubbur/Óli
FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, janúar 2023
| Crag | Brynjudalur | 
| Sector | Sunnan í dalnum | 
| Type | Ice Climbing | 
| Markings | 
 
								



 
								 
								 
								 
								
 
								