Fjarska glaður WI 3

Fjarska glaður

Fjarska glaður, WI3, 50 metrar

Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.

Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing
Merkingar

5 related routes

Stubbur WI 3

Leið númer 3

Leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals, hægra meginn við leiðina Óla

FF. Björgvin Hilmarsson, Skarphéðinn Halldórsson og Stefán Örn Kristjánsson, febrúar 2008

WI 3

Myndir: Bjartur Týr Ólafsson

 

Óli WI 4+

Leið númer 2

Lagleg leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals.

FF. Björgvin Hilmarsson, Skarphéðinn Halldórsson og Stefán Örn Kristjánsson, febrúar 2008

WI 4+, 30 m

Myndir: Bjartur Týr Ólafsson

 

Pétur WI 5

Leið númer 1

Leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals.

FF. Björgvin Hilmarsson, Skarphéðinn Halldórsson og Stefán Örn Kristjánsson, febrúar 2008

WI 5

 

Þrándarstaðafossar WI 3

Tveir fossar með stuttu millibili. Fyrri fossinn er um 10m WI3 en sá seinni um 15m WI3/3+. Vinstra megin við efri fossinn myndast mjó lína sem er heldur brattari og jafnvel möguleikar á þurrtólun til hliðanna. Góðar byrjendaleiðir og auðvelt að komast upp fyrir fossana til þess að setja upp toppankeri fyrir ofanvaðsklifur.

Mynd frá vegi óskast.

Thrandarstadafossar

Neðri fossinn. Mynd: Þorsteinn Cameron.

Þrándarstaðafoss efri

 

Efri fossinn. Mynd: Árni Stefán

Ýringur WI 5

Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í “Haftinu”, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir ofan. Um 200m ofan við er svo um 50m WI3/4 lokahaft, sem endar nánast uppi á fjallinu og gefur þessi framlenging prýðis alpafíling á upp- og niðurleiðinni. Yfirleitt er farið labbandi niður úr Ýringi til vesturs (utar í dalnum) og er hægt að þræða sig ágætlega í gegnum skriðuna á 100-200m bili næst Ýringi.

Yringur

 

Lokafossinn, Árni leiðir. Mynd: Sigurður Ragnarsson.

Skildu eftir svar