Íslenski alpaklúbburinn kynnir

Banff kvikmyndahátíðina

Nú er komið að kvikmyndarviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur Banff hátiðina hátíðlega í bíó Paradís, dagana 15. og 17. maí. Að þessu sinni sjá Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og GG sport um að gera þessa hátíð mögulega fyrir okkur.

Að vanda er af nægu að taka og ættu flestir útivistar og jaðarsports iðkendur og áhugamenn að finna eitthvað við sitt hæfi. Klettaklifur, ísklifur, skíði, parkour, straumvatnskayak, paragliding, alpinismi og fleira.

Miðasala

Miðasala fer fram í gegnum tix.is en einnig er hægt að kaupa miða á staðnum í bíó Paradís.

Stakt kvöld kostar 1600 kr en ef bæði kvöldin eru keypt í einu kostar það 2700 kr.

Fyrir meðlimi Ísalp kostar 1300 kr á stakt kvöld og 2000 kr ef bæði kvöldin eru keypt í einu.

Til að fá afsláttarkóða skal senda póst á stjorn@isalp.is

Fyrri sýning 15. maí

 • Surf the Line
 • Denali's Raven
 • Searching for Christmas Tree
 • DugOut
 • Intersection: Miacyla Gatto
 • Kilian
 • Planet Earth II - Mountain Ibex
 • Stumped

Seinni sýning 17. maí

 • Ice Call - Backyards Project - Sam Favret
 • Above the Sea
 • Loved By All: The Story of Apa Sherpa
 • Johanna
 • 2.5 Million
 • Where the Wild Things Play
 • DreamRide 2
 • WHY
 • Edges
 • Safety Third
 • Imagination: Tom Wallisch