Fjallaskíðaferð á Tröllaskagann með þriðja hluta Erasmus samstarfinu

Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.

Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí. 

Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.

Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.

Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.

Skildu eftir svar