Re: svar: Leggum ÍSALP niður

Home Umræður Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Leggum ÍSALP niður

#51949
3110665799
Meðlimur

1. Varðandi þessa könnun þá var þýðis ekki stórt auk þess sem það telur ekki þann fjölda sem eru félagskap björgunarsveita og annara félaga þar sem frumgögn eins og gestabók skálans geymir. Þannig mælir könnun þessi fyrst og fremst þann hluta sem sækir síðu klúbbsin eða eru félagsmenn, þannig að innra réttmæti könnunar er ágæt þó hið ytra sé það ekki.

2. Dramatík er hugtak sem getur alveg átt hér heima og er ekkert að því skálinn getur haft tilfinningalegt gildi fyrir suma félagsmenn. Þó sérstaklega þeim sem hafa gefið sig til vinnu og telja það ekki eftir í krónum og aurum. Orðræða eins með eða á móti hagvexti getur verið góð, þá (skáli er fjárhagslegur baggi eða ekki) hins vegar er málið ekki svona einfallt. Sérstaklega ekki þegar félagsvísindalegar kannanir eru gerðar þar spurningin ein og sér er gildishlaðin.

3. Palli bendir á aðferðafræði við ákvörðun um sölu. Virðist vera sem núverandi stjórnarfólki finnist nóg að horfa til umræddrar skoðanakönnunar. Hefði þá e.t.v ekki verið réttara að setja fram í könnun ásamt spurningu um nýtingu, hvort sama „þýði,, teldi eðlilegt að selja skálann eða ekki. Sjálfsagt þarf ekki að minna núverandi stjórn til hvers kannanir eru gerðar og hvernig gögnin skulu nýtt úr þeim. En það furðulega finnst mér þó sú stjórnunaraðferð að nýta frumgögn eins þennan hluta könnunar sem bindandi þátt til ákvörðunar. Eins og ég bendi hér fyrir ofan eru þessi gögn ekki tæmandi né að þeim gæðum að slík ákvörðun sé réttlætanleg.

4. Fá fólk í sjálfboðavinnu. Í þeirri orðræðu um gildi hluta og hvað er arðbært og hagkvæmt verður hugtakið sjálboðavinna svolítið asnalegt. Hver vill þá mæla arðsemi þeirrar vinnu og þá samtaka eins og Ísalp. Vandamálið er ekki bara innan þessa félagaskapar heldur eru björgunarsveitir í meira mæli farnar að manna stjórnunarstöður á launum.

5. Lítið hefur verið reynt að huga að „sómasamlegum rekstri,, skálans undanfarið, tel ég það ekki fullreynt, engin verkáætlun hefur legið fyrir um endurbætur, ekki nema frá Bárði. Einig hafa heyrst vilyrði fyrir styrkveitingum einmitt frá F.Í.
Styrkumsóknir er kúnnst en alls ekki óyfirstíganleg krefst örlítils innsæis og lobbýisma eitthvað sem hefur ekki verið reynt að neinu marki varðandi skálann. Skipulögð starfsemi sem snýr að skálunum hefur verið lítil og ef eitthvað er hefur hún verið meiri í kringum Tindfjöll að auki er sá skáli í mun betra ástandi en Bratti en það er önnur saga.

Það er hollt að skoða málið frá fleiri hliðum ef ekki sem flestum.

Kv Valli