Re: svar: Björgunartryggingar Stórabróður

Home Umræður Umræður Almennt Björgunartryggingar Stórabróður Re: svar: Björgunartryggingar Stórabróður

#48573
0405614209
Participant

Fyrir mitt leyti þá finnst mér allt í lagi að tilkynna t.d. til Landsbjargar ef menn eru t.d. að leggja í meiriháttar fjöldægra leiðangra að vetrarlagi á Vatnajökul. Ferðaplan og upplýsingar um fjarskiptabúnað (ef hann er til staðar). Ég hef gert þetta óbeðinn og líður bara ágætlega með það. Ef aðrir kjósa að fara án þess að láta vita af ferðum sínum þá er það í lagi mín vegna.

Hitt er svo annað að daginn sem á að fara að rukka fyrir aðgang að jöklunum eða fjöllunum eða skylda menn til að skrá ferðirnar hjá stórabróður þá fer ég í ólöglega fjallgöngu. Ég myndi vilja verða fyrsti Íslendingurinn sem er handtekinn fyrir að fara í fjallgöngu. Allir velkomnir með í þessa ferð sem vonandi verður aldrei farin.

Kveðja
Halldór formaður