Re: svar: Allt annað en Silvretta bindingar

Home Umræður Umræður Almennt Silvretta bindingar Re: svar: Allt annað en Silvretta bindingar

#53131
0506824479
Meðlimur

Ég prufaði einu sinni að stilla diamir bindingarnar mínar fyrir salomon klifurskóna mína.

Þetta var í Frakklandi

Planið var að taka liftuna upp í Grand Monet og skíða síðan þaðan niður í gil sem er þar fyrir neðan, var nefnilega í slagtogi með ákveðnum Dana sem hafði ekki mikinn vilja til að labba.

Samkvæmt heimildum átti þetta nefnilega að vera vel gerlegt.

Hef sjaldan lennt í jafn miklu puðiog að hafa reynt að renna mér niður í þetta gil (brekkan var ca. 30-35°, hnéjúpt púður og fokking tré) á mjúkum ísklifurskóm með allar græur á bakinu.

Var auk þess næstum búinn að skíða framaf ísfossinum sem við ætluðum að kifra

Síðan var algert vesen að skíða út úr gilinu aftur til byggða.

Hefðum ábyggilega sparað okkur 2-3 tíma ef við hefðum bara drullast til að labba upp gilið strax, lofaði allavega sjálfummér að gera þetta allavega ekki aftur.

En það er s.s. hægt að stilla diamir bindingar fyrir skíðaskó.

kv.
Doddi