Re: svar: Aðstæður f. Norðan?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður f. Norðan? Re: svar: Aðstæður f. Norðan?

#48657
0902703629
Meðlimur

Hér hefur verið sumarveður s.l. sólarhring, 11 stiga hiti og skýjað með köflum einsog Trausti Jónsson veðurfræðingur orðar það. Í Hlíðarfjalli er vorfæri, snjór í brautum og varhugavert að skíða utan þeirra. Hinsvegar má gera sér í hugarlund að nægur snjór sé á Vindheimajökli og næsta nágrenni (svona ef menn nenna að brölta utanbrautar).

Hinsvegar er mun meiri snjór á annesjum, s.l. sunnudag var t.d. nægur snjór á skíðasvæðinu á Siglufirði og í nærsveitum. Þá hefur verið opið á Dalvík s.l. daga og þar hefur hitinn ekki verið jafn mikill og á Ak. Auk þess sem Hvalvatnfjörður og nágrenni virðist safna í sig umtalsverðum snjó, þar er mun meiri snjór en á sama tíma í fyrra.

Með kveðju,
Kristín