Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Umræður Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55714
0703784699
Meðlimur

Ég þekki fáa sem ná 22kn, hvað þá klifrara sem eru flestir í fjaðurvigt til að geta stundað sína grein af kappi. Svo ég best viti að þá held ég að heimsins þyngsti maður nái ekki einu sinni 25% af þessar þyngd.

Legg til að þeir hinir sömu leggist aftur yfir bækurnar til að geta útskýrt þetta á einföldu máli. Geri ekki ráð f. að allir séu með meistaragráðu í þessu og gerist ég sekur um mistök í þessum efnum en það er samt sem áður grundvallaratriði að kunna grunn skil á þessu máli (basic atriðunum).

Svo má líka klifra út í eitt og vonast til að hlutirnir „reddist“ bara.

Þá spyr maður á móti af hverju að nota læstar karabínur þegar þú getur notað léttari ólæstar karabínur? Af hverju að vera að klifra í klifurlínu þegar statísk lína er með teygju? Ekki væri verra að kynna sér fallstuðul og hvað það er. Netið er uppspretta upplýsinga sem ætti að auðvelda mönnum að verða sér úti um þessa þekkingu. Eina sem ég hafði þegar ég var að læra þetta var Petzl bæklingurinn og það tók mig langan ´tíma að átta mig á því af hverju klifrarinn gat dottið lengra en sá sem var að tryggja hann. Þá hugsaði ég þetta alltaf út frá einnar spannar klifurleið og þá hafði ég meiri áhyggjur af því að „ground-a“ heldur en fallstuðli 2.

Maður lærir svo lengi sem maður lifir….

Gimp

Kannski væri ráð að Ísalp væri með kennslu reglulega í svona efnum?

Held síðan að Petzl síðan sé með ógrynni af svona upplýsingum, og reyndu að verða þér útum eintak af bæklingnum þeirra og sökkti þér ofan í hann.