Re: Tifinningaskyldudraugurinn

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. Re: Tifinningaskyldudraugurinn

#50517
Karl
Participant

Besti mælikvarðinn á hversu falskt og óraunhæft öryggi er fólgið í tilkynningaskyldu er frægt sjóslys við Vestmannaeyjar á útmánuðum 1984.
Þar sökk m/b Hellisey en enginn frétti af því fyrr en Guðlaugur Friðþórsson háseti einfaldlega synti til lands 6 Km, lenti fyrst í fjöru undir ókleyfum hömrum og stakk sér því aftur til sunds og böðlaðist útfyrir brimgarðinn og synti undan landi þar til honum þótti betra til landtöku. Hann fór þannig þrisvar í gegnum brimgarðinn, brölti svo upp þrítugann hamarinn og skokkaði berfættur til byggða yfir eitt úfnasta hraun landsins. Afrek sem seint verður toppað.
Í nútímanum eru til meðfærileg staðsetningartæki, símar og talstöðvar sem taka fram e-h ríkisrekinni tilfinningaskyldu.

Eina sem er rökrétt af þessu tagi í Skaftafelli er að þjóðgarðurinn eða einkaaðilar veittu þá þjónustu að leigja mönnum nothæfar talstöðvar og bjóða þá e-h hlustunarvakt.