Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49985

Man að ég var undrandi þegar ég sá tröppurnar fyrst, ekki alveg viss um hvað mér ætti að finnast. En þetta er vel gert, tvær tröppur sem eiga örugglega eftir að koma sér vel fyrir marga. Að sjálfssögðu á að halda náttúrunni sem mest „orginal“ en þetta er held ég vel réttlætanlegt í þessu tilfelli. Svar Örlygs hér næst efst er mjög gott og eins og hann segir, „Esjan er margfótum troðin og því liggja ákveðin sjónarmið að vera með framkvæmdir þar. Og ekki er annað að sjá en þær séu afturkræfar ef út íþað er farið.“

Djöfull leiðist mér þessi rembingur sem oft er í gangi hér á umræðusíðunum. Hvað er málið með það að vera tala um vælandi kókópuffsfólk (svo bara eitt dæmi sé tekið)? Vill JHS útskýra það betur? Í skrifum sínum hér að ofan er hann líklega að vitna í fund sem var haldinn um daginn þar sem rætt var um boltun í Stardal. Þar mætti ég, ásamt fleirum, og tók þátt í umræðunni. Ætli ég sé ekki í hans augum kókópuffsmaður því ég svo mikið sem tók það í mál að pæla í þessu. Ég nýt þess að klifra trad í Stardal og myndi ekki vilja fá hann boltaðann í hel. Enginn var heldur að tala um það á þessum fundi. Æ ég nenni ekki að fara út í þetta frekar hér og nú. Málið er bara að þessi rembingur og niðurtal er glatað, segir meira um þann sem mælir en þann sem um er rætt.

– Retro