Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51924
2604756069
Meðlimur

Það sem skiptir mestu fyrir fjallamenn er að þarna sé þokkalegur skáli sem er opinn Ísalpfélögum. Hver á hann er aukaatriði. Ef við fáum sérstakan afslátt og forgang, þá er það fínt. Hvað mig varðar væri ég tilbúinn að gefa FI skálann með þessum skilyrðum ef þeir halda honum við. Mögulega mætti setja einhverja fyrirvara í samninginn um riftingu verði um vanefndir að ræða.

En einkaaðilum er því miður ekki hægt að treysta til langframa með svona skála. Því á ekki selja hann til slíkra nema fyrir himinháar upphæðir.