Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51931
Sissi
Moderator

Við Raggi gistum í skálanum um helgina, vorum ásamt Dóra, Geira og Jóni Ársælsmönnum með fjallamennskunámskeið fyrir vel á þriðja tug nýliða.

Alltaf fínt að gista þarna uppfrá, náðum hita við sperru í 20 gráðurnar. Dýnurnar eru eðall, held að þær hafi ekki verið komnar síðast þegar ég var þarna á ferð. Það var blautt á föstudeginum og síðan massa kalt um helgina, vindmælirinn var pikkfrosinn fastur. Brenni í skálanum er orðið mjög lítið.

Hitti Palla og Olla, Palli sagðist hafa verið að draga Olla út að viðra hann aðeins því kallinn væri orðinn svo hel latur á sextugsaldrinum.

Hallgrímur og Kalli skelltu svo nýrri millihurð í skálann, komu með nýjan opnanlegan glugga og flunkunýtt helluborð. Kempurnar voru allar á leið í Miðdal að éta selshreifa og hreindýr og upplifa karlmannlega nekt í sinni fegurstu mynd. Hugsið Davíðsstyttan, já eða grísk goð.

Ég er síðan á leiðinni uppeftir aftur fyrir jól í árlega ferð með aðventuklúbbnum, hvar planið er að skíða, klifra og drekka smá bjór jafnvel.Varðandi þetta skálamál, ég hef svo sem enga harða með eða á móti skoðun. Svo sem ágætt ef þetta plan gengur eftir og við höfum sama aðgang að skálanum áfram, nema hann yrði í toppstandi. Spurning hvort það verður svo. Eitthvað hlýtur bisness planið hjá FÍ að vera. 1) Leigja skálann massíft mikið. 2) Að þarna séu framtíðarverðmæti = stöðutaka í staðsetningunni.

Dettur því strax í hug tvennt við að lesa þessar pælingar.

Mínar þarfir fyrir þennan skála er að hann sé aðgengilegur okkur (það er voða fínt að hafa greiðan aðgang að skála á svona stað sem er lítið notaður) og í sæmilegu standi. Mér sýnist, þrátt fyrir að vera ekki iðnaðarmaður, að það þyrfti ekki að gera neitt stórkostlegt til að gera þetta þokkalegt. Aðeins að sjæna til og bera á. Framkvæmdalán upp á 0,5-1 mio er engin gríðarlega greiðslubyrði en fyrir það mætti gera margt. Hálf í 10 ár á krappí vöxtum kostar rúman 7 þús kall pr. mán. í upphafi lánstíma.

Hitt er að það kæmi mér ekkert stórkostlega á óvart þó að þessi skáli yrði talsvert verðmætari eign eftir 5-10 ár. Menn eru að sækja sífellt lengra og hærra til að finna sér góðar eignir, í þessu samhengi þarf ekki að horfa lengra frá Tindfjöllum en í Fljótshlíðina, þar sem er komið upp ríkramanna sumarbústaðarbyggð með lágmark kílómeter milli bústaða.

Maður spyr sig því hvort þessi staðsetning gæti ekki orðið verðmæt þegar fram í sækir?

Ég hef hinsvegar ekki allar forsendur til að meta þetta og auðvitað á stjórnin að kanna alla möguleika til að reka klúbbinn sem best. Svona umræður eru af hinu góða.

Hils,
Sissi