Re: svar: Staða mála

Home Umræður Umræður Almennt Staða mála Re: svar: Staða mála

#49769
Hrappur
Meðlimur

Getur verið að ég verði þarna með bensínrokkinn um helgina þá færðu að sjálfsögðu snúning. Það má ekki hafa af mönnum þá sælu tilfinningu að bolta í Stardalskennt bergið eftir það sem undan er gengið.

P.s Ef einhverjir vilja gera leiðir uppfrá þá er bara að ganga í það. Við getum svo verið mönnum innan handar með vélar og verkfæri (og tuð). En menn verða helst að kaupa sína bolta sjálfir (ég hef skaffað þá hingað til) Augun verða svo í boði Boltasjóðsins. Bendi mönnum á að kaupa helst 95mm langa og 10mm þykka heitgalv bolta. Fisher,Upat eða Hilti. þetta er svona lágmarks lengd. Þið sjáið strax hvað er búið að þrífa og vinnsamlegast veljið aðralínu. Þetta er aðalega að austan, það á að vera hægt að síga í þó nokkrar nýjar línur úr þeim vinnuboltum sem settir voru um daginn.

p.p.s Palli ég skal meiraðsegja lána þér bursta líka, held þú hafir aldrei átt svoleiðis ;-)