Re: svar: Slys í Múlafjalli um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Slys í Múlafjalli um helgina Re: svar: Slys í Múlafjalli um helgina

#52619
0506824479
Meðlimur

Sælir

Smá rapport hérna

Já ég var að klifra með Óla félaga mínum á laugardaginn. Í grófum dráttum gerist þetta svipað eins og Arnar lýsir hér fyrir ofan, við erum í annarri spönn þegar Óli dettur eftir að hafa sett inn 2 skrúfur. hann lendir með fæturnar á littlum stöllum en grándar ekki alveg.

ég hef strax samband við félaga mína í flubbunum og bið þá að koma á staðin.

Þegar ég svo er að kanna ástandið á honum þá er ég ekki alveg viss hversu alvarlegt þetta er því þó honum sé mjög illt í löppinni þá virðist hann ekki vera mjög kvalinn. Því tel ég þarna að þetta sé ekki jafn alvarlegt og síðar kom í ljós.

Ég byrja á að síga honum niður leiðina svo einnig snjóbrekkuna undir henni. En þegar það er búið eru félagar okkar komnir uppí brekkuna og koma honum niður restina í börum.

Á slysó kemur svo í ljós að Óli hafði brotið kúluna á hægri ökkla og þurfti aðgerð til að rétta það brot. Á sunnudeiginum kemur svo í ljós að hann hefur einng brotið ökklan á vinstri fæti, en það kemur í ljós þegar hann prufar að ferðast um með hækju.

Vona að þetta svari einhverjum spurningum

Kveðja
Doddi