Re: svar: Sjoppan við Jökullónið

Home Umræður Umræður Almennt Sjoppan við Jökullónið Re: svar: Sjoppan við Jökullónið

#48678
2502614709
Participant

Það þarf að vera til einhver heildarstefna um þessi mál. Eftir síðustu eyðileggingu fyrir austan verðum við að halda í þessi svæði sem eftir eru. Fyrir nokkrum árum vildu bændur fyrir norðan opna sjoppu á Hveravöllum – það tókst að koma í veg fyrir það. Sú hugmynd kom upp eftir að Seyðisá var brúuð – áður var þetta fína vað þarna og alsælir túristar aka yfir ár í fyrsta sinn á ævinni. Krafan verður að laga veginn meira svo fólk geti brunað yfir Kjöl á 70 km hraða á fólksbílum – réttast væri að sprengja upp brýrnar. Svo er komin hugmynd um að leggja veg yfir Arnarvatnsheiði! Ég held að fólk þurfi í alvöru að hætta að kjósa þessa flokka allavega þeir sem þykjast hafa áhuga á náttúrvernd.
Á sjötta áratugnum kom upp hugmynd að veita Blöndu saman við Vatnsdalsá og virkja niðrí Vatnsdal. Þessi skelfilega hugmynd komst aldrei lengra. En það grátlega er að við höfum ekkert lært því hugmyndin um Kárahnjúka er enn skelfilegri.
Það er erfitt að vera málefnalegur þegar manni finnst þetta allt vera heilalausir hálfvitar sem tala um vistvernd og vetnisvæðingu um leið og þeir senda jarðýtur á landið. Það ætti að hýða þetta lið opinberlega.