Re: svar: Olli búinn með 100 tindana.

Home Umræður Umræður Almennt Olli búinn með 100 tindana. Re: svar: Olli búinn með 100 tindana.

#51742
Anonymous
Inactive

Takk fyrir fögur orð!
Ég var nú næstum klökkur af því að sjá hversu margi mættu þarna á Hekluna og sumir fengu eldskírn sína í skítviðri sem við allir þekkjum til fjalla. Það er alltaf gaman að setja sér háleit marmið og ennþá meira gaman þegar maður nær þeim. Menn spyrja hvað er næst??? Er ekki bara bíða eftir ísnum og berja svolítið á hinum landsins forna fjanda eða hvað???? Ég er ekki alveg dauður enn. Þetta er allt spurning um hugarfar og smá heppni með gen ásamt kannski smá þrjósku. Umfram allt það sem maður má ekki gleyma: að hafa svolítið gaman af þessu og skapa sér minningar sem maður getur yljað sér við þegar maður er kominn í ruggustólinn eftir 40 ár.
Olli