Re: svar: Í svipuðum erindagjörðum

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafrýr á ferð Re: svar: Í svipuðum erindagjörðum

#52684
0203775509
Meðlimur

Við fórum 3 í svipuðum erindagjörðum á Snæfellsnesið á laugardaginn. Snjóalög þarsíðustu helgar lofuðu góðu fyrir Ljósufjöllin. Eitthvað hafði snjórinn minnkað svo á laugardaginn tók um 1 klst að komast í fínan snjó. Fórum á toppana 3 í Ljósufjöllum í blankalogni og fínu útsýni. Þarna er nóg af brekkum af öllum gerðum og skíðuðum niður skálina milli toppanna í blautasta vorfæri ársins. Með því að rekja okkur eftir lækjar- og árfarvegum náðum við svo nærri því alla leið niður í bíl.

Góður dagur á flottu svæði sem maður hafði ekki skoðað áður.