Re: svar: Hlutverk ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Meðlimur af ISALP Re: svar: Hlutverk ÍSALP

#48117
0703784699
Meðlimur

Hagsmuna og upplýsingastarf hjá Ísalp??

Nú verðum við aðeins að staldra við….upplýsingastarfsemin er fín, en hey maður gæti nú fengið þær upplýsingar annarstaðar líka. Það er ekki einsog það fljóti allt í upplýsingum hér, aðalega er þetta blaður um hitt og þetta, misskemmtilegt!!!! Heimasíðan er skemmtileg og fín, og upplýsingar þar eru mjög fínar, en vantar ekki e-ð??

En það sem mér liggur meira á hjarta er hagsmunastarf Ísalp, hvað er það?? Hvað hefur gerst í þeim málum að berjast f. hagsmunum hins virka meðlims? Það hefur þá svo sannarlega farið fram hjá mér, og þeir sem af því vita mega endilega tjá sig um það hér. Ég er ekki að tala neikvætt, bara þá hefur þetta farið svo hrapalega framhjá mér að vert er að minnast aðeins á það. Ég borga mín árgjöld, hef gert það þó nokkuð lengi með smá undantekningum, og er það til að styðja við uppgang fjallmennsku og fá ársritið (sem er aðal drifkrafturinn í að ég borgi árgjald). En annað veit ég ekki til að ég fái fyrir árgjaldið mitt, jú þessa heimasíðu, en hvað með tryggingar, ferðir, sérstaka afslætti af vörum ofl….

En hvernig væri nú að Stjórnarmenn myndu nú láta í sér heyra og uppfræða hinn almenna klúbbsmeðlim um kosti og galla þess að vera í svona klúbb!!!

Gimp