Re: svar: Eyjafjöll

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Villingadalur Re: svar: Eyjafjöll

#49216
0801667969
Meðlimur

Bendi Steppo góðfúslega á að kletturinn nefnist Einbúi en ekki Tindur.
Á laugardeginum var hörku telemark færi í undirhlíðum Dagmálafjalls enda mikið nýsnævi. Farið var á dráttarvél upp Hamragarðaheiðina með skíðin í skóflunni. Þarna undir Fjöllunum er talsvert langt síðan komið var ágætis skíðafæri til fjalla og mörg ferðin hefur verið farin með skíðin í skóflunni. Einnig hafa menn getað gengið á skíðum í niðurgröfnum Þórsmerkurveginum enda safnast alltaf snjór í hann. Þess á milli eru sundæfingar undir Seljalandsfossi og í Markarfljótinu enda maður kominn með þennan fína blautbúning.

Kveðja, Árni Alf.