Re: svar: Dregur til tíðinda

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hetjudáðirnar framundan Re: svar: Dregur til tíðinda

#53217
1610573719
Meðlimur

Chuck Norris er nú orðinn aldargamall og hrumur fyrverandi töffari frá lögreglufasistaríkinu Texas. Hef nú ekki mikla trú á að hann sé góður í ísklifri. Hann er sennilega „on ice“ núna framyfir eigin útför. Ég er illa fjarri góðu gamni og verð það fram að jólum. Það er verið að gera við skemmdir í öxlinni (eða framhásingunni eins og einn nefndi það)þannig að ég verð að láta mér nægja að lesa um ykkur kappanna í pistlunum hér. Svo strákar og stelpur:keep ’em coming!!!!!
Gaman að vita að Robbi og Íbbi séu með góðar og stórar hugmyndir. Það verður gaman að heyra þegar þeir ákveða að hrinda þeim í framkvæmd.