Re: svar: Aðstæður fyrir norðan

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður fyrir norðan Re: svar: Aðstæður fyrir norðan

#47898
0902703629
Meðlimur

Í Flateyjardal eru hlíðarnar hvítar og nægur snjór til að skíða í af toppi og niður í dalverpið. Fjörðurnar eru líka hvítar og það sama má segja með Kaldbak, þó að ekki sé hægt að skíða fjallið alveg niður í byggð. Snjórinn minnkar hinsvegar eftir því sem austar dregur og fjöll í Mývatnssveit eru til dæmis nánast snjólaus þó að fjalladrottningin Herðubreið skarti fagurlögðum hvítum brekkum einsog hennar er von og vísa á þessum árstíma.

Á Tröllaskaga eru nægur snjór fyrir sannkallaða vorskíðun en spurning hversu langt lænurnar ná, sumar niður að bæ en aðrar styttra allt eftir staðsetningu. Þó kemst maður alltaf á snjó á milli fjarða þar sem landið liggur það hátt á svæðinu.

Á Vindheimajökli (Kista, Blátindur, Strýta o.fl. fjöll) og inn í Glerárdal (Tröllafjall, Kerling, Glerárdalshnjúkur, Súlur, Kambshnjúkur o.fl. fjöll) er nægur snjór til að leika sér í. Það ætti að vera hægur leikur að skella sér upp á Súlumýrar og rölta inn dalinn upp á tindana og/eða fara með lyftunni upp á Brún Hlíðarfjalls og rölta á tindana þaðan.