Re: Stiftamt

Home Umræður Umræður Almennt Bolta eða ekki Framhald Re: Stiftamt

#49729
Robbi
Participant

Það er um 15 mín ganga upp þægilega brekku upp frá bílastæðinu. Var einmitt með Ágústi í för núna á föstudagseftirmiðdag. Svæðið býður upp á nóg af leiðum og þá sérstaklega leiðum í léttari kantinum. Tók samt eftir einhverjum línum sem væru hugsanlegir kandidatar í 10-ur. Eftir að hafa hreinsað slatta af lausu grjóti að ofan og mulið eitthvað úr leiðunum leit allt út fyrir að vera nokkuð þétt og bara helvíti gott í grjótinu. Ekki er gott að koma fyrir ofanvaði því það er ekki auðtryggjanlegt með dóti fyrir ofan leiðirnar, og það er svolítið brölt niður að leiðunum frá toppnum. Ég er til með vírbustann og bara nokkuð heitur.

Ps.
Hrappur.
Reykir þú nokkuð Marlboro sígarettur ?
Góðar stundir
Robertino