Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Umræður Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56325
Robbi
Participant

Sælir félagar.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem formaður Íslenska Alpaklúbbsins. Svo ég segi nú aðeins frá mér þá heiti ég Róbert Halldórsson og hef að mestu leyti verið kenndur við ísklifur á Íslandi. Ég byrjaði að klifra í klett 2001 og stuttu síðar fékk ég áhuga á ísklifri. Ég hef verið virkur meðlimur í klúbbnum mest allan tíman, svona þegar ég er á landinu en ég hef verið að elta áhugamálið víða um heim.

Mér finnst mikilvægt að merkjum Ísalp sé haldið á lofti til að gæta hagsmuni íslenskra fjallamanna. Tryggja þarf að nýliðun eigi sér stað og auðvelda aðgengi að klúbbnum, auk þess að fjallamennskan sé kynnt fyrir hinum almenna borgara.

Stutt og laggott,

Robbi