Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Umræður Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56349
1908803629
Participant

Sælt verið fólkið,

Ég held barasta að mig langi að bætast við þennan flotta hóp sem er búinn að bjóða sig fram til stjórnar og býð mig því fram.

Ég hrífst af flestu sem viðkemur fjallamennsku, þ.e. klettaklifur, ísklifur, fjallgöngur, alpamennsku og fjallaskíðun og hef verið í þessu príli síðan 2004 þó ég hafi ekki komist alvarlega á strik fyrr en 2008 og er svossem hálfgerður amatör á sumum sviðum.

Ég var í stjórn ísalp 2007-2008 og tók þátt í uppbyggingarstarfinu sem hófst þá og hefur staðið yfir síðan. Ég hef mikinn áhuga á starfsemi félagsins og vil endilega taka þátt í og fylgja eftir því góða starfi sem hefur verið í gangi.

Ég hripaði niður nokkrar top of mind áherslur fyrr í þessu spjalli en ég held að mitt helsta áhugamál fyrir félagið sé að unnið verði að enn frekari leiðaskráningu, gerð leiðarvísa, samantekt á þeim og þar með stuðla að öryggi á fjöllum samfara því að gera fjallamennsku á Íslandi aðgengilegri.

Annars tek ég undir með hinum – það er gaman að vera í Ísalp og vonandi getur ný stjórn gert hana enn skemmtilegri ;-)