Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56945
Gummi St
Participant

Kalli,

Vissulega og geri ég mér alveg grein fyrir því, en hinsvegar veit ég alveg að ef eitthvað kæmi fyrir í slíkri ferð þá mun hver einasti forræðishyggjusinni landsins hoppa hæð sína tvöfalda í umræðu sem af skapast komi eitthvað fyrir. Og ekki yrði sú umræða jákvæð, hvorki fyrir Ísalp né verndun hellisins.

Annars mæli ég með að ef menn vilja fara þarna niður að æfa sig í hellinum Tintron sem er fyrir ofan Þingvelli, ef þið farið gömlu leiðina milli Þingvalla og Laugavatns þá er afleggjari uppað vörðu, þar fljótlega á vinstri hönd er sá hellir. Hann er 16 metra djúpur ef ég man rétt og er merktur á garmin kortinu.

Ég var rosalega á móti þessum hugmyndum um að túristavæða hellinn á sínum tíma en þegar ég fór svo þangað niður öðlaðist ég smá skilning á þessum áformum þar sem mjög fáir komast þangað niður, já og upp aftur.

Þrátt fyrir það er hef ég dáldið blendnar tilfinningar gagnvart þessu, má eiginlega segja að ég sé bæði með og á móti.

En eftir að hafa heyrt þónokkrar sögur úr þessu blessaða svartholi er alveg magnað að allir hafi komist heilir þaðan :)

-GFJ