Tryggingar fjallafólks

Home Forums Umræður Almennt Tryggingar fjallafólks

  • Author
    Posts
  • #63156
    siggiw
    Participant

    Sæl verið þið konur og karlar.
    Ég sé að umræður um trygginga mál eru frekar gamlar hér inni og er forvitinn um hvernig fólk er að haga sínum tryggingum.
    Það kom upp mikil umræða um tryggingar eftir umfjöllunina um skíðamannin sem lenti í flóði fyrir vestan. Er komin einhver lausn sem myndi henta okkur sem erum á skíðum, í klifri og þessháttar, trygging sem dekkar þær hættur sem fyrir hendi eru ? Ég sé enga ástæðu til að vera með tryggingu sem er undanskilin öllu sem hugsanlega gæti komið fyrir.

    Einnig myndi ég gjarnan vilja fá ráðleggingar varðandi tryggingar fyrir klifur í ölpunum . stefni á Mont blanc í Júlí
    Kv. Siggi Villi

    • This topic was modified 6 years, 11 months ago by siggiw.
    #63270

    Íslensk tryggingarfélög hafa verið einstaklega treg við að gefa góðan díl á tryggingum fyrir fjallamennsku, sér í lagi áhugamanna fjallamennsku. Það er hægt að fá þetta coverað af íslenskum félögum en ég hef bara heyrt himinhá verð.

    Þú verður í raun bara að meta áhættuna og verðgildi þess soldið sjálfur.

    Eins og ég held að hafi áður verið bent á þá er https://aacuk.org.uk/membership/ ansi góður díll. Þessi aðild kostar slikk og veitir þér 25.000EUR cover í björgun og flutningi og 10.000EUR cover í læknaþjónustu. Hún hefur líka fína afslætti í alla fjallaskála. https://aacuk.org.uk/p-benefits og hér er meira um slysatrygginguna sérstaklega https://www.alpenverein.at/portal_wAssets/docs/service/versicherung/2017_AV-WWS-folder_english.pdf

    Annars held ég meira að segja að öll þyrlu rescue í Mont Blanc Massif séu endurgjaldslaus að staðli en kannski veit einhver annar meir um það.

    Mt. Blanc ætti að ganga áfallalaust ef þú hefur þrekið í að ná toppnum. Það veltur á leiðarvali hvort þú ert með smá flóðahættu eða grjóthrunshættu en góð skipulagning ætti að sjá þér í gegnum þau svæði með sem minnstri áhættu.

    #63349

    Ég hef verið að með björgunartrygginguna sem Þorsteinn talar um og svo slystryggingu(frítíma) hjá VÍS. Þeir hafa boðið upp á að kaupa séráhættu á slysatryggingu fyrir t.d. einn mánuð ef maður er að fara í einhverja ferð eða ef maður ákveður að vera bara að gera eitthvað skemmtilegt í nokkra mánuði á ári en sitja svo inni restina af árinu… Verðið er misjafnt eftir því hvað þú ert að gera, klifra, labba, klifur/labb yfir 4000 m hæð o.s.frv.

    Verðið á þessu er ekkert hrikalegt en samt frekar dýrt. Ástæðuna fyrir háu verði segja þeir að dýrt sé fyrir þá að endurtryggja sig vegna þessara áhættuþátta.

    Tilboðið sem ég fékk núna um daginn, þar sem ég á að vera tryggður fyri slysum vegna flestra þeirra áhættuþátta sem koma inn í mína fjallamennsku (klettaklifri, ísklifri, gönguskíðum, bakpokaferðum, vaða ár o.sv.frv.) nema snjóflóðum af mannavöldum. Þeir vilja ekkert gefa út um snjóflóðin fyrr en málið sem var verið að lýsa í fréttunum fyrr í vetur er búið að fara í gegnum dómskerfið.

    Fyrir allt árið er þetta á sama verðbili og kaskótryggingin á bílnum, sem er um 100.000 kr.

    Hef ekki skoðað sambærilega tryggingu frá öðrum tryggingafélögum en ef einhver hefur gert það væri gaman að fá samanburðinn.

    kv,
    Siggi R

    #63574
    siggiw
    Participant

    Takk fyrir svörin. Þegar ég og félagi minn fórum í alpaferð 2005 þá fengum við tryggingu hjá TM sem buðu samt ekki upp á þessar tryggingar fyrir 5000kr minnir mig sem var langt undir því sem þeir sem voru með okkur frá bretlandi voru að borga. það var bara pappír sem á stóð án skilmála og alls að við værum trygðir fyrir björgun þar á meðal með þyrlu og lækniskostnaði. held það hafi ekki verið gert að vel ígrunduðu máli 🙂
    Ég var samt mest að athuga með það hvort það væri komið eithvað nýtt sem myndi nýtast í allt allt árið 🙂
    kv. Siggi villi

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.