Re: svar: Myndir úr múlafjalli

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Helgin Re: svar: Myndir úr múlafjalli

#52168
Páll Sveinsson
Participant

Sko þetta er ekki einfalt mál.

Á sínum tíma var búinn til leiðarvísir um hvalfjörð. Mikið af leiðum voru skráðar í hann og líka vantar nokkrar sem var búið að fara. Eftir að ég fór að klifra í múlafjallinu töldum við að það væri búið að klifra allar leiðirnar og því voru þær aldrei nefndar. Síðan hefur þetta haldið svona áfram. Fullt af flottum leiðum sem engin veit hver fór fyrstur og hvað heita og hvar eru.

Ég nefndi Íste en er ekki viss um að hafa verið fyrstur. Pabbaleiðina á ég og Olli. (hún var ekki boltuð um helgina. Hún er hægramegin við íste og vinstramegin við þá sem var boltuð um helgina.) Leikfangaland er líka nafn eftir mig og það er rétt að Frosti er línan lengst til hægri. Það hafa verið farnar 5 til 6 flottar línur upp leikfangaland.

Það er búið að fara ótrúlegan fjölda leiða í múlafjalli og sumarhverjar algör gullkorn.
Það er löngu þarf verk að tína þetta saman og teikna á blað.
Myndirnar um helgina eru samt ónothæfar vegna þessa að þar sem ísinn er venjulega er hann allur horfin.

kv.
Palli