Re: svar: Junior Nordisk

Home Forums Umræður Klettaklifur Junior Nordisk Re: svar: Junior Nordisk

#50780
0405614209
Participant

Ég ræddi þessi veggjamál á sínum tíma við ÍTR og Laugardalshöllina og Egilshöllina. Þetta var á sínum tíma þegar nýbúið var að setja upp aðstöðuna í Klifurhúsinu. Það var nú ekki tekið neitt sérstaklega illa í þetta þá en undirtónninn var þó sá að sjá hvort að klifursportið myndi vaxa sem almenningsíþrótt eða fara aftur í það að vera fámennur lokaður hópur.
Ég tel að það sé búið að sýna fram á að framtakið með opnun Klifurhússins hefur heldur betur komið klifursportinu á kortið og líklega stunda fleiri klifur í dag í Reykjavík en skíði (ef horft er til allrar þessarar fjárfestingar í skíðalyftum og öðrum búnaði og svo er aldrei neinn snjór og því allt lokað).
Með frækilegri frammistöðu Íslendinga á mótinu er sannarlega kominn grundvöllur fyrir því að herja um bætta aðstöðu.
Gef kost á mér í vinnu ef óskað er eftir.
Kveðja
Halldór