Re: svar: Hlíðarfjall?

Home Forums Umræður Almennt Hlíðarfjall? Re: svar: Hlíðarfjall?

#47670
0704685149
Member

Nú eru komin skilaboð inn á símsvarann í Hlíðarfjalli – 878 1515
En þeir ætla að opna Fjarkann (stólalyftuna) í dag frá kl. 17-19 í dag. Ein brekka troðin þ.e.a.s. s.k. Andres sem er brekkan norðan við stólalyftuna. Það var ekkert sagt um opnun um helgina, en óstaðfest hef ég, að það eigi að vera opið um helgina ef veður leyfir. Einnig að þá verði Strýtan opnuð en ATH þetta er allt óstaðfest. EN ÞIÐ FÁIÐ FRÉTTIR Í KVÖLD Á VEFNUM.

Veðurspá fyrir Norðurland næstu dag er svona:
Á föstudag má gera ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, en annars fremur hæg suðvestanátt. Skúrir eða él og hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost norðantil. Kólnar í veðri á laugardag með norðlægri eða breytileg átt og éljum, en bjart veður sunnanlands. Á sunnudag hlýnar í veðri með austlægri átt og rigningu eða slyddu, en suðlæg átt og skúrir nálægt hádegi. Norðlæg eða breytileg átt og slydda eða rigning víða um land á mánudag, en vestlægari og skúrir eða él á þriðjudag. Kólnandi veður

Ætlum við reynum ekki að þvinga einhvern úr Norðandeildinni til að kanna aðstæður á skíðasvæðinu í kvöld. Það verður líklega erfitt að fá einhvern til þess en við sjáum hvað setur. Þannig að fylgist með…nýjar fréttir af skíðasvæðinu í kvöld…

Swing kvejðjur
Bassi