Re: svar: Everest 82 – the movie

Home Forums Umræður Almennt Everest 82 – the movie Re: svar: Everest 82 – the movie

#52139
2008633059
Member

Gleðilegt ár allir,

Fyrst minnst var á K2, þá eru hér nokkur klipps frá amerískum leiðangri á fjallið síðasta sumar, svona fyrir þá sem eru að gæla við að skoppa þarna upp:

http://sharedsummits.com/content/view/2/5/

Þetta virðist nú eiginlega allt of auðvelt, í það minnsta miðað við hrakningarnar sem Joe Tasker lýsir í Savage Arena. Mæli eindregið með þeirri bók og reyndar öllu ritsafni þeirra félaga, Taskers og Boardmans, sbr. þráðinn hans Ívars hérna um daginn. En Tasker og Boardmann týndust einmitt á Everest árið 1982. Annars ótrúlegt hvað þessum drengum datt í hug, t.d. kemur fram í bókinni að Joe keypti bíldruslu sem hann keyrði svo niður til Indlands til að klifra nýja leið á Dunagiri. Hann tók svo rútuna til baka frá Kabúl þegar bílinn gaf upp öndina.

Rakst líka á skemmtilega ferðasögu tveggja Breta frá Eiger Nordwand núna í haust. Þeir virðast hafa farið þetta mest upp á viljanum, kannski líka það sem skiptir mestu máli á endanum. Væri reyndar gaman að fá hér einhverjar svona hetjusögur í þessum dúr frá bæði nýjum og gömlum Ísölpurum!

http://www.markseaton.com/stories/eiger.htm
http://www.kodakgallery.eu.com/I.jsp?c=ua4t2ml.byiq7d0t&x=0&y=ri7hrq

kv, JLB