Re: Re: Enn ein ”fjallaskíðabindingin”

Home Forums Umræður Skíði og bretti Enn ein ”fjallaskíðabindingin” Re: Re: Enn ein ”fjallaskíðabindingin”

#55885
Karl
Participant

MFD
Þetta er fín hugmynd, -en hálfgert skítmix.
Klúðrið felst í því að venjuleg tábinding er það löng að táin á skíðaskónum endar laangt aftan við lömina. (ef tábindingin er fest framar á álplötuna þá reksst bindingin í skíðin þegar hællinn fer upp.)
Hefðbundnar fjallaskíðabindingar eru með eins stutta tábindingu og kostur er, jafnvel aðeins vír, og öryggið undir bindingunni, til að lömin endi ekki langt framan við tá.
Í praxís geri ég ráð fyrir að þetta virki álíka vel og alstífir skór sem stolið væri frá Leningrad Cowboys.
Þetta er hinsvegar fínt fyrir þá sem skíða á skíðasvæðum en vilja skreppa á fjöll þrisvar á ári.

Ástæða þess að betra er að ganga á telemarkskóm er sú að þar er snúningurinn á eðlilegum stað, þe um öftustu táliði.
Á hefðbundnum fjallaskíðabindingum er snúningurinn um tána en með þessum búnaði er snúningurinn vel framan við tá.

Himmi -Fritchi seld í fornöld ódýra “base plate” -grunnplötu sem skrúfuð var á skíðin. Þannig var hægt að eiga einar bindingar sem nota mátti á fleiri skíði með réttri grunnplötu.